Nemendur kynnast olíum og olíuvörum sem notaðar eru við rekstur aflvéla skipa, s.s. brennsluolíu, smurolíu, smurefni og leysiefni. Nemendur þjálfast í notkun mælitækja og efna til að gera prófanir á smurolíu, kælivatni og ketilvatni og afla þannig upplýsinga til að leggja mat á ástand og gæði vökvanna. Skoðað er bruna- og blossamark olíu, seigjumælingar á olíu, mælingar á basatölu olíu og vatnsmagni í olíu. Fjallað er um fast og fljótandi eldsneyti úr kolefnissamböndum. Vinnsla á olíu er kynnt og mælikvarðarnir oktantala, setantala og dísilindex um brunaeiginleika eldsneytis. Einnig er fjallað um helstu eiginleika ketil- og kælivatns, hvað þarf að varast og hvers vegna.