Áfanganum er ætlað að kynna nemandanum þjálfun barna á aldrinum 10-15 ára. Nemandinn skipuleggur og sér um æfingar/hreyfingu hjá grunnskólabörnum á þessum aldri undir handleiðslu kennara. Nemendur vinna saman í litlum hópum, heimsækja grunnskólana og eru með kennslu þar. Farið er en frekar yfir hlutverk íþróttaþjálfara sem fyrirmynd barna og unglinga og hvernig skuli leiðbeina börnum og unglingum varðandi tækniatriði ýmissa íþróttagreina. Nemandinn nýtir sér upplýsingatækni við skipulag þjálfunar. Einnig er lögð áhersla á að nemandinn tileinki sér jákvæð og uppbyggileg samskipti við æfingahópa sína.