Velkomin í almenna sálfræði!

Í þessum grunnáfanga í sálfræði ætlið þið að kynnast fræðigreininni sálfræði, eðli hennar, sögu og þróun. Helstu sálfræðistenfur eru kynntar og grunnhugtök. Þið kynnið ykkur undirgreinar sálfræðinnar og rannsóknaraðferðir. Fjallað er um samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga auk sjálfsmyndar og mannleg samskipti. 

Fjallað er sérstaklega um námssálfræði á fræðilegan og hagnýtan hátt og nemendur læra um mismunandi tegundir náms. Auk þess er áhersla lögð á umfjöllun um minnið og framkvæmd verður minnisrannsókn þar sem þið fáið að spreyta ykkur á hvernig framkvæma á sálfræðitilraun og skrifa um hana í skýrslu. 

Við erum fyrst og fremst að pæla í því hvað það er sem hefur áhrif á það hvernig við hugsun, hegðum okkur og hvað þetta allt skiptir máli fyrir okkur sem persónur. Áhersla er að tengja námið við eigin reynsluheim og geta nýtt sér hugtökin til þess að skilja og útskýra hið daglega líf.