Í þessum áfanga öðlast nemendur undirstöðuþekkingu á stöðugleika og burðargetu skipa þannig að þeir skynji helstu þætti sem ráða mestu um hleðslu og stöðugleika og geti skilið og gert sér grein fyrir stöðugleika skips með því að kynna sér stöðugleikagögn þess. 
Nemendur geri sér grein fyrir því hvernig stöðugleiki skips breytist með breyttri hleðslu. Þeir öðlast þekkingu og skilning á tilgangi stöðugleikaútreikninga, afleiðingum þess ef þungi er færður til innan skips, ráðstöfunum sem bæta eða rýra stöðugleika skips og hvernig meta má stöðugleika skips á grundvelli stöðugleikagagna. 
Nemendur geti lestað eitt skipsmódel og reiknað út nýtt GM og nýja djúpristu skipsins. (Model course 7.01, 7.03, Competence:3.2.1, .3.2.2)